Breytan er afurð víðtækrar reynslu KPMG í viðskiptagreind og er alsherjar upplýsingaveita sem hjálpar fólki að rata í frumskógi gagna og veita verðmæta innsýn.
Breytan verður tímabundið án endurgjalds en stefnt er að því að bjóða hagnýtar áskriftarleiðir sem miða að mismunandi geirum atvinnulífsins.
Fjöldi ferðamanna hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og er ferðamaðurinn helsta grunnbreytan í flest öllum greiningum frá KPMG Breytunni.
Helstu breytur sem stuðst er við í útreikningum eru fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll og með skemmtiferðaskipum, þjóðerni og eyðsla ferðamanna eftir útgjöldum.
Skoða ferðamennÍ kjölfar fjölgunar ferðamanna til Íslands hefur aukning verið á framboði gistingar um allt land. Með upplýsingar okkar og greiningar á gistimarkaði fæst yfirsýn yfir mikilvægustu stærðir.
Gögn um hótel á Íslandi koma frá Hagstofu Íslands og Booking.com og fjöldi Airbnb skráninga koma frá Airbnb.com
Skoða hótelgistinguSkoða Airbnb gistirýmiFjöldi bílaleigubíla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og teljum við vert að fylgjast grannt með þeim breytingum.
Helstu breytur við útreikninga í bílaleiguflokknum eru meðal annars flotatölur, útgjaldatölur, stærðarflokkun, farþegafjöldi, verð, bíltegund, farangursfjöldi og leigutímabil.
Skoða bílaleigurSamsafn mikilvægustu hagvísa og áhugaverðrar tölfræði fyrir þá sem sækjast eftir djúpu innsæi eða mikilvægustu lykiltölum.
Gögn um hagtölur koma frá Hagstofu Íslands og Hvalaskoðunarsamtökum Íslands.
Skoða hagtölurKPMG Breytan byggir gagnagrunn sinn á gögnum af mismunandi uppruna meðal annars Hagstofu Íslands, Rannsóknarsetri verslunarinnar, Ferðamálastofu, Vegagerðinni, Airbnb, Booking.com og bílaleigum með starfsemi hérlendis.
Umbreyttu þínum rekstri með því að fá betri yfirsýn yfir eigin gögn og viðbótarsýn á önnur gögn til samanburðar. Hafðu samband og kynntu þér málið hvernig nýjustu aðferðir viðskiptagreindar geta þjónað þér.